Lággjaldaflugfélagið Play greiðir 8% vexti af 40 milljóna evra (5,5 milljarða króna) lánsfjármögnun félagsins frá breska sjóðnum Athene Capital, en sjóðurinn hefur einnig kauprétt á 10% hlut í Play. Umrædd lánsfjármögnun er til 9 ára og þarf hið nýstofnaða lággjaldaflugfélag að vera með 8 milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. Fréttablaðið greinir frá þessu og segir að eftirfarandi upplýsingar komi fram í fjárfestakynningu Play, sem blaðið hefur undir höndum.

Segir Fréttablaðið jafnframt að í fjárfestakynningunni komi fram að félagið áætli að greiða fjármögnunina til baka að fulla á næstu þremur árum.