Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurvelli í morgun til Spánar. Frá þessu er greint á Vísi en þau sýndu frá flugtökunni í beinni í morgun.

Þetta er í fyrsta sinn sem vélarnar taka á loft síðan MAX-vélarnar frá Boing voru kyrrsettar um heim allan fyrir sjö mánuðum. Vélarnar voru færðar frá Keflavík til Spánar til þess að hlífa þeim fyrir íslenskum vetrarveðrum enda fer loftslagið á Spáni betur með vélarnar.

Flugið var mörgum takmörkum háð vegna öryggisástæðna en til að mynda þurfti önnur vélin að millilenda á Írlandi vegna kröfu um lægri flughæð og minni flughraða en venjulega sem eykur verulega eldsneytiseyðslu.

Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson flugu vélinni Mývatn en Kári Kárason og Franz Ploder flugu Búlandstindi.